gonguferdir1

Gönguleiðir

Hamarinn í Hveragerði skiptir bæjarlandinu í tvo hluta. Sunnan hans er byggðin, en að norðan er Ölfusdalur, óbyggður að mestu. Lengra í norður er Hengilssvæðið en þar hefur er útivistarland með skipulögðum og merktum gönguleiðum sem ná frá Mosfellsheiði í vestri, Þingvallavatni í norðri og að Úlfljótsvatni í austri. Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið út gönguleiðakort af svæðinu sem nálgast má á upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn.

Dalirnir uppaf  Ölfusdal heita Reykjadalur og Grændalur. Gufudalur er nafn á býli austast í Ölfusdalnum en uppaf því eru dalverpi með skemmtilegum gönguleiðum. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið að einstakri náttúruperlu sem enginn útivistarmaður ætti að láta fram hjá sér fara. Um dalina má fara styttri og lengri vegalengdir. Gott aðgengi er að flatlendinu (Árhólmum) innst inni í Ölfusdal og nægt pláss fyrir bíla við Dalakaffi. Gönguleiðakort sem sýnir gönguleiðir um Hengilssvæðið er á skilti stuttu eftir að komið er yfir ána.

facebook marketing