Um okkur

magnea2

Frumkvöðullinn Magnea Jónasdóttir býr í Ölfusdal með fjölskyldu sinni. Hún hefur góða þekkingu á svæðinu og ríka tilfinningu fyrir verndun þess. Ást hennar á íslenskri náttúru varð kveikjan að því að opna Dalakaffi í þeim tilgangi að þjónusta útivistarfólk og hvetja almenning til upplifunnar í náttúrunni.

Matseðill

matarkulur2

Í Dalakaffi  geta gestir kitlað bragðlaukana í notalegu umhverfi. Gott kaffi, kjarnasúpur gerðar frá grunni úr úrvalshráefni og dýrindis tertur eru meðal þess sem matseðillinn inniheldur, auk úrvali drykkja til að skola góðgætinu niður með.

Gönguleiðir

vegvisar

Norðan við Hveragerði er Ölfusdalur, óbyggður að mestu. Lengra í norður er Hengilssvæðið en þar er samfellt útivistarland með gönguleiðum sem ná frá Mosfellsheiði í vestri, Þingvallavatni í norðri og að Úlfljótsvatni í austri. Frábærar gönguleiðir fyrir allt áhugafólk um útivist í fallegu umhverfi.

facebook marketing